*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 6. nóvember 2015 20:43

Heiðar Guðjónsson lagði Sigurð Arngrímsson í héraði

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að félag Sigurðar megi ekki heita Ursus.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson.
Haraldur Guðjónsson

Ursus, félag Heiðars Guðjónssonar, vann í dag mál í Héraðsdómi Reykjavíkur gegn félagi í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis.

Heiðar fór fram á að félag Sigurðar, Ursus Maritimus Investors, yrði gert að fjarlægja Ursus úr nafni sínu á grundvelli vörumerkjaréttar.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að Ursus Maritimus Investors sé óheimilt að nota nafnið í atvinnustarfssemi sinni, á bréfhausum, kynningum, léni, á heimasíðu sinni eða á annan hátt.

Verði Ursus Maritimus ekki við þessu leggist á félagið dagsektir upp á 50 þúsund krónur.

Ennfremur segir í dómnum að þar sem félögin stundi svipaða starfssemi innan sömu atvinnugreinaflokkunar sé hætta á ruglingi.

Ursus merki björn á latínu.