*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 17. maí 2018 13:56

Heiðar kaupir fyrir 100 milljónir

Með kaupum á 1,5 milljón hlutum í móðurfélagi Vodafone á félag Heiðars Guðjónssonar tæplega 1,4 milljarða króna í Sýn.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson er aðaleigandi Úrsus og stjórnarformaður Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur keypt tæplega 1,5 milljón hluti í Sýn fyrir rétt um 99 milljónir króna. Heiðar er stjórnarformaður Sýnar.

Eignarhluturinn er keyptur í gegnum félag hans Úrsus ehf., en eftir viðskiptin á það um 20,4 milljón hluti sem miðað við sama gengi eru þá að andvirði tæplega 1.380 milljóna króna.

Heildarhlutur Úrsus er með kaupunum kominn í rétt rúmlega 6,88% í Sýn, og er félagið 5. stærsti einstaki eigandinn í félaginu.

Samkvæmt síðustu uppfærslu í kauphöllinni, þar sem hlutur Úrsus er reyndar enn í 5,88%, er Gildi-lífeyrissjóður stærstur með 11,91%, sjóður á vegum Landsowne með 11,16%, 365 miðlar hf. með 10,92% og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 10,87%.