*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 3. september 2018 17:00

Heiðar kaupir í Sýn fyrir 92 milljónir

Heiðar Guðjónsson fjárfestir og stjórnarformaður Sýnar keypti nú síðdegis bréf í félaginu fyrir 91,5 milljónir króna.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir.
Eva Björk Ægisdóttir

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Sýnar, keypti nú síðdegis 1,5 milljón hluti í félaginu fyrir samtals 91,5 milljón króna.

Á föstudag keypti Hjörleifur Pálsson, stjórnarmaður, bréf fyrir rúmar 6 milljónir, og á fimmtudag keypti Stefán Sigurðsson, forstjóri, fyrir 2 og hálfa milljón.

Sýn birti árshlutauppgjör síðastliðinn miðvikudag, en þar kom meðal annars fram að félagið tapaði 4 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Helsta ástæðan var sögð kostnaður við samruna við 365, sem hafi verið vanmetinn.

Þess má geta að kaup Heiðars stóðu undir yfir þriðjungi allra hlutabréfaviðskipta í kauphöllinni í dag.