Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, vandaði hinum sænska Carl Bildt ekki kveðjurnar á fundi VÍB í morgun. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins spurði þar Sven Hardenberg, stofnandi Greenland Invest, hver viðbrögðin væru við ákvörðun Svía að reyna að koma í veg fyrir að Grænlendingar ættu sæti við hlið Dana á fundum Norðurskautsráðsins.

Sven Hardenberg sagði á fundinum að þeir hefðu krafist þess að fá eiga sæti við hlið Dana enda skipti það landið miklu máli. Nú væri málið í höndum Norðurskautsráðsins.

Heiðar sagðist þá í framhaldi hafa búið í Svíþjóð og þó svo að hann ætti að tala fallega um Svía þá væri það ekki hægt í tilfelli Carl Bildts, fyrrum formans Norðurskautsráðsins, hann væri hræðilegur maður (e. awful guy). Vísaði hann þá í hvernig Bildt hefði reynt að koma í veg fyrir samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.