Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, kom með 209 milljónir króna til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þetta var gert með útgáfu skuldabréfs fyrr í mánuðinum og ber það 9% vexti.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en Heiðar Már segir í samtali við blaðið að flutningur á fjármagninu tengist langtímafjárfestingu í uppbyggingu úti á landi en það muni síðar koma í ljós hvaða verkefni það séu.

Fjárfestingaleið Seðlabankans gengur út á að fjárfestar komi með gjaldeyri til landsins og skipti honum fyrir krónur, fjárfesti hér til lengri tíma og fái 20% afslátt af krónunum.