Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala hefur fengið að gjöf tölvustýrt staðsetningartæki að verðmæti 18 milljónir króna.

Gefandinn er Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og fjölskylda með þakklæti fyrir góða og örugga þjónustu Landspítala eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá spítalanum.

„Þetta er langþráð tæki í starfseminni og mun nýtast í flóknum skurðaðgerðum í kúpubotni, afholum nefs og eyrum bæði á börnum og fullorðnum,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að slíkt tæki, sem er sérstaklega þróað fyrir aðgerðir á þessu svæði, hafi ekki verið til á Landspítalanum áður. Gjöfin muni því bæði auka öryggi sjúklinga sem þurfa að gangast undir slíkar skurðaðgerðir og stytta aðgerðartíma.

Heiðar Guðjónsson
Heiðar Guðjónsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Heiðar Már Guðjónsson.