Heiðar Guðjónsson
Heiðar Guðjónsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Mál Heiðars Más Guðjónssonar, hagfræðings og fjárfestis, gegn Reyni Traustasyni, Jóni Trausta Reynissyni og Inga Frey Vilhjálmssyni, ritstjórum og blaðamanni DV, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 24. ágúst nk. Málið byggir á því að Heiðar Már telur að umfjöllun DV um sig hafi verið röng og meiðandi og valdið sér tjóni. Meðal þess sem var til umfjöllunar í DV, sem fór fyrir brjóstið á Heiðari Má, voru gjaldeyrisviðskipti Heiðars Más og aðild hans að kauptilboði í tryggingarfélagið Sjóvá.