Laun hér á landi eru svipuð og árið 1993 og þyrftu að hækka um meira en fjórðung til þess eins að komast aftur til ársins 2000. Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingurí samtali við Morgunblaðið í dag.

Heiðar Már segir það sérstakt að meðlimir peningastefnunefndar haldi því fram að kjör séu svipuð og árið 2006. „Eina leiðin til að fá út slíka niðurstöðu er með því að sleppa því að leiðrétta fyrir verðbólgu, á Íslandi og alþjóðlega. Í heimi hagfræðinnar kallast slíkt peningaglýja. Evrur í dag eru til dæmis mun verðminni en evra fyrir 12 árum síðan, eða hátt í 30% verðminni. Verðbólga í krónu hefur verið um 130% á sama tíma," segir Heiðar enn fremur.

Hann segir að laun í dag, mæld á föstu verðlagi sem þýðir að leiðrétt er fyrir verðbólgu og höfð í alþjóðlegum myntum, þyrftu að hækka um meira en fjórðung til þess eins að komast aftur til ársins 2000.