*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 25. september 2021 10:22

Heiðar nær tvöfaldaði hagnað

Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, hagnaðist um 315 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, hagnaðist um 315 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 166 milljóna króna hagnað árið áður.

Gangvirðisbreyting eignarhluta félagsins í öðrum félögum var jákvæð um 481 milljón króna. Eignir námu tæplega 2,7 milljörðum króna í árslok 2020, skuldir tæplega 2,2 milljörðum og eigið fé rúmlega 506 milljónum króna. 

Ursus er fjórði stærsti hluthafi Sýnar, með 9,16% hlut í sinni eigu.