Fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson hefur stefnt Seðlabankanum og Eignasafni Seðlabankans í nafni félagsins Ursus ehf fyrir að hafa ekki staðið við samning um sölu á tryggingafélaginu Sjóvá árið 2010.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Heiðar telji bankann og Eignasafnið hafa bakað sér bótaskyldur og krefst hann bætur upp á rúma 1,4 milljarða króna með vöxtum. Til vara gerir hann kröfu um rúma 1,26 milljarða króna með vöxtum.

Mál Heiðars og Ursus ehf verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.