Á 101 árs afmæli Eimskipafélags Íslands voru gullmerki félagsins veitt því starfsfólki sem hefur starfað þar í 25 ár. Ellefu starfsmenn voru að þessu sinni heiðraðir fyrir hollustu í garð félagsins og var það Gylfi Sigfússon forstjóri sem afhenti gullmerkin.

Á myndinni að ofan, talið frá vinstri, má sjá Ásgeir Sverrisson, Jóhann Þorkelsson, Ólaf Guðmundsson, Dóru Steinsdóttur, Ólaf Guðnason, Hranfhildi Kristjánsdóttur, Ómar Jónsson, Huldu Guðmundsdóttur, Sigurð Val Rafnsson, Tyrfing Þór Magnússon og Gylfa Sigfússon, forstjóra félagsins.

„Styrkleiki félagsins liggur án efa í þeim mannauði sem hjá því starfar og hefur hár starfsaldur starfsmanna einkennt félagið allt frá stofnun þess og þykir það til marks um að Eimskip er góður vinnustaður,“ segir í tilkynningu frá félaginu.