Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að enn væri langt til lands í kjaradeilu sjómanna og útgerða. Hún tók einnig fram að vonbrigði að ekki hafi verið veitt undanþága frá verkfalli vegna loðnuleitar.

Hún segir stöðuna svipaða og hún hafi verið fyrir áramót og að engin lausn sé í sjónmáli. Næst verður fundað vegna deilunnar á fummtudaginn næsta.

Sterk króna ekki læknuð með samningum

Heiðrún Lind var nýverið í viðtali hjá Viðskiptablaðinu þar sem að hún tók fram að það væri óljóst á hvaða forsendum sjómenn felldu síðustu samninga.

Þar sagði hún að uppi hafi verið raddir um gengisþróun og sterka krónu, sem hefur leitt til þess að hlutur sjómanna hefur læknar. „Það verður ekki læknað með kjarasamningum. Það sama á þó við um útgerðina. Þeir deila gleði og sorg,“ sagði Heiðrún Lind fyrir jól.

Áætlað er að verkfallið kosti íslensk sjávarútvegsfyrirtæki um 640 milljónir króna á dag í tapaðar útflutningstekjur.