Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði pistil í Viðskiptablað dagsins sem vakið hefur nokkra athygli.

Þar bendir hún á að samkvæmt könnun Frjálsar verslunar sem birt var í júlí í fyrra hafi meðaltekjur 200 launahæstu sjómannanna hækkað úr 2,1 milljón króna í 2,3 milljónir króna á mánuði, miðað við könnunina frá árinu á undan.

Þótti henni þar athyglisvert að eina starfsstéttin sem hafði hærri laun en sjómenn árið 2015 hafi verið forstjórar fyrirtækja. „Nú liggur fyrir að sjómenn eru í verkfalli,“ segir hún í lokaorðum pistilsins.

„Nái þeir fram ítrustu kröfum um launahækkun liggur beinast við að forstjórar og starfsmenn fjármálafyrirtækja fari í verkfall. Það vill jú enginn verða skilinn eftir í launaskriði þeirra hæst launuðu.“