*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 3. janúar 2018 18:32

Heil blokk á tæpar 800 milljónir

Ein af fjórum blokkum á RÚV reitnum hefur verið seld í heilu lagi, en íbúðaverð á svæðinu nemur allt að 100 milljónum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Félagið C4 ehf. í eigu Péturs Stefánssonar fjárfestis í Lúxemborg hefur keypt 18 íbúða blokk sem nú er í byggingu milli höfuðstöðva RÚV og Bústaðavegar.

Kaupverðið nemur 778,86 að því er Morgunblaðið greinir frá, en íbúðaverð á svæðinu nemur frá 43,4 milljónum til 99,9 milljóna. Í heildina byggir félagið Skuggi 71 íbúð í fjórum fjölbýlishúsum á svæðinu sem hvert um sig er fimm hæðir. 

Nú þegar er búið að selja 47 af íbúðunum en afhenda á íbúðirnar sem C4 keypti í lok október á þessu ári, og skal alls greiða 390 milljónir króna þegar húsin eru orðin fokheld.

Hilmar Ágústsson framkvæmdastjóri Skugga segir að íbúðirnar á svæðinu séu að meðaltali um 90 fermetrar og að flestar þeirra séu tveggja til þriggja herbergja. Segir hann marga hafa komið til að skoða íbúðirnar milli hátíðanna, og það sé merki um mikinn áhuga hve margar íbúðir séu þegar seldar út frá teikningum ókláraðar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is