Öll sjöunda hæðin við Bríetar­tún 9, 105 Reykja­vík, er aug­lýst til sölu á fasteignavef Mbl .

Stærð hæðarinnar er 354 fer­metrar en um er að ræða fimm í­búðir með gisti­leyfi. Í­búðir 701-704 eru með einu svefn­her­bergi og á bilinu 57,9 til 70 fer­metrar að stærð. Íbúð 705 er með tveimur svefn­her­bergjum og er 97,8 fer­metrar að stærð.

Húsið var byggt árið 2018 og saman­lagt fast­eigna­mat í­búðanna sam­kvæmt Þjóð­skrá er 222 milljónir króna.