Guðjóna Björk Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst, tók gæðastjórnun verktaka í mannvirkjagerð fyrir í sinni lokaritgerð.

Hún segir að um gríðarlega peningahagsmuni sé að ræða, en  Íslendinga standi langt að baki hinum Norðurlandaþjóðunum  í gæðastjórnun.

Í Skandinavíu er talað um að mistakakostnaðurinn í mannvirkjagerð geti numið um 10% af veltu í greininni og hér er ástandið talið enn verra.

Miðað við 10% hlutfall hafa verktakar og verkkaupar á Íslandi kastað á glæ upphæð sem nemur heilli Kárahnjúkavirkjun á síðustu átta árum eða um 108 milljörðum króna. Mistök vegna lélegrar gæðastjórnunar geta leynst í öllu vinnsluferli verkefna, allt frá ákvarðanatöku um framkvæmdir til loka verkefnisins.

Guðjóna telur að því sé það umtalsverður hagur bæði fyrir verkkaupa og verktaka að taka almennt upp gæðastjórnunarkerfi í öllum þáttum mannvirkjagerðar.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í verktakablaði Viðskiptablaðsins á morgun.

Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .