*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 14. desember 2017 09:53

Heilbrigðiskerfið fær 21 milljarð

Nýtt fjárlagafrumvarp hækkar útgjöld töluvert, mest til heilbrigðismála en einnig fá menntamál og samgöngur ríflega viðbót.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hækkun til heilbrigðismála í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár nemur ríflega 21 milljarði, barnabætur og frítekjumark aldraðra fá sinn hvor milljarðinn til viðbótar og 5,5 milljarðar fara til mennta-, menningar- og íþróttamála. 

Loks fara 3,6 milljarðar til samgöngu- og fjarskiptamála til viðbótar og 1,7 milljarður til umhverfismála. Þetta kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur kynnt fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá minnkar fjárlagaafgangurinn frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar um 9 milljarða fyrir árið 2018.