Heildarafli íslenskra fiskiskipa var rúm 72 þúsund tonn í október og dróst saman um 25,6% samanborið við október 2014.  Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Afli metinn á föstu verði var 10,8% minni en í október 2014 en skýringin á þess liggur í miklum samdrætti á uppsjávarafla meðan botnfiskaflinn var svipaður milli ára.

Samdráttur uppsjávar skýrist af mun minni síldarafla en alls veiddur 22.400 tonn af síld í október 2015, en 49.700 tonn í október 2014. Afli uppsjávartegunda nam í heild tæpum 27.800 tonnum í október samanborið við 52.900 tonn í október 2014. Botnfiskaflinn í október nam rúmum 41.100 tonnum og stóð svo að segja í stað miðað við október 2014.  Flatfiskaflinn nam tæpum 2.500 tonnum samanborið við 1.750 tonn í október 2014. Afli skel- og krabbadýra dróst lítillega saman, nam 742 tonnum samanborið við 893 tonn í október í fyrra.

Heildarafli síðustu 12 mánaða nam 1.310 þúsund tonnum  sem er 21,6% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr, en aukningin skýrist að mestu í stórauknum loðnuafla.