Heildarafli íslenska skipa í mars jókst um 21,2% á milli ára. Það sem af er ári hefur heildaraflinn á föstu verði aukist um 29,3%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Aflinn nam 193.296 tonnum í mars samanborið við 118.208 tonn á sama tíma í fyrra.

Uppsjávartegundir námu 143.000 tonnum af heildaraflanum og jókst hann um helming á milli ára. Hagstofan bendir á að aukninguna megi rekja til rúmlega 141.000 tonna loðnuafla í síðasta mánuði sem var rúmlega tvöfalt meira en árið á undan.

Á móti nam botnfiskaflinn 46.100 tonnum. Þar af namm þorskaflinn 24.000 tonnum. Það er rúmlega 300 tonna samdráttur á milli ára.