Heildarafli íslenskra fiskiskipa var um 75 þúsund tonn í apríl 2015, sem er 28 þúsund tonnum minni afli en í apríl 2014. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofu Íslands .

Þar kemur fram að mestu muni um minni afla kolmunna og þrosks. Kolmunnaaflinn dróst saman um tæp 40% og þorskaflinn um rúm 20% samanborið við sama tíma í fyrra.

Aflinn í apríl, metinn á föstu verði, var 20,2% minni en í aprílmánuði 2014. Á síðustu 12 mánuðum hefur aflinn minnkað um 2,4%, sé hann metinn á föstu verði.