Heildarafli íslenskra fiskiskipa var um 88 þúsund tonn í nóvember 2014 eða 10,8% meiri en í sama mánuði árið áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands .

Á 12 mánaða tímabili var heildaraflinn u.þ.b. 1.078 þúsund tonn og minnkaði um 20,6% miðað við fyrra 12 mánaða tímabil.  Magnvísitala á föstu verðlagi er um 3,4% lægri miðað við nóvember í fyrra, en á 12 mánaða tímabilinu desember 2013 til nóvember 2014 hefur orðið lækkun á magnvísitölunni um 10,8% miðað við sama tímabil ári fyrr.