Heildarafli íslenskra fiskiskipa var rúm 222 þúsund tonn í febrúar 2015, sem er ríflega 120 þúsund tonnum meiri afli en í febrúar 2014, samkvæmt nýjum Hagstofu Íslands .

Mestu munar um aukinn loðnuafla, en tæp 180 þúsund tonn veiddust af loðnu í febrúar samanborið við tæp 56 þúsund tonn á sama tíma í fyrra.

Aflinn í febrúar, metinn á föstu verði, var 34,4% meiri en í febrúar 2014. Á síðustu 12 mánuðum hefur aflinn aukist um 6,9%, sé hann metinn á föstu verði.