Alls nam heildarumfang erlenda fjármunaeigna Íslendinga 873.241 milljónum króna í lok árs 2009. Þar er tekið tillit til þess að eignir Íslendinga í Lúxemborg voru neikvæðar um 370 miljarða króna. Þetta kemur fram í tölum sem Seðlabanki Íslands hefur tekið saman um beina fjármunaeign Íslendinga erlendis.

Erlendar eignir enn níu sinnum meiri en í árslok 2002

Fjármunaeignir Íslendinga erlendis hafa lækka töluvert frá árunum 2007 og 2008 en eru þó enn um níu sinnum meiri en þær voru í árslok 2002, þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavæddir. Mestar voru eignirnar í Bretlandi (398,3 milljarðar króna), í Danmörku (291,5 milljarðar króna) og Bandaríkjunum (198,9 milljarðar króna). Þorri eigna Íslendinga í þessum löndum eru eignir íslenskra lífeyrissjóða.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .