Heildareignir innlánsstofnana námu 2.928,9 milljörðum króna í lok janúar og lækkuðu um 18,6 milljarða í mánuðinum. Af heildareignum námu innlendar eignir 2.541,8 milljörðum og lækkuðu um 30,3 milljarða. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 387,1 milljörðum króna og hækkuðu um 11,7 milljarða.

Skuldir innlánsstofnana námu 2.432,9 milljörðum í lok janúar og lækkuðu um 17,8 mmilljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 2.300,8 milljarða og lækkuðu um 19,4 mmilljarða króna. Erlendar skuldir innlánsstofnana námu 123,1 milljörðum og hækkuðu um 1,5 mmilljarð. Eigið fé innlánsstofnana nam 504,9 milljörðum í janúar.

Á vefsíðu Seðlabankans kemur fram að útlán Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans eru í þessum tölum metin á kaupvirði þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af fyrirrennurum sínum. Lánasöfnin eru endurmetin reglulega sem getur leitt til hækkunar eða lækkunar á virði einstakra lána. Breytingar á útlánasafni þessara aðila geta því stafað af endurmati á virði lána eða af raunverulegum lánahreyfingum.