Heildareignir bankanna lækkuðu um 105,7 milljarða í júní sem er lækkun um 3,7%. Erlendar eignir lækkuðu um 93 milljarða og voru 290 milljarðar í lok júní. Innlendar eignir voru 2.546 milljarðar í lok júní en höfðu þá lækkað um 12,7 milljarða.

Heildarskuldir innlánsstofnana námu í lok júni 2.366 milljörðum króna og höfðu lækkað um 4,8% frá fyrri mánuði. Útlán Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. eru metin á kaupvirði. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.