Heildareignir Exista eru yfir 280 milljarðar króna og eigið fé er yfir 150 milljarðar króna. Nú er einungis eitt félag skráð í Kauphöll Íslands með meira eigið fé en Exista.

Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að Exista verður með dreift eignasafn auk þess sem hin nýja samstæða verður betur í stakk búin til að ná fram samlegðaráhrifum í rekstri. Með sameiningunni aukast jafnframt möguleikar samstæðunnar til að auka umsvif sín með yfirtökum og samrunum. Nýtt Exista er öflugt félag með fjölbreyttar tekjustoðir, sterkt sjóðstreymi og traustan efnahag. Starfsmenn Exista og dótturfélaga þess eru um 400 talsins.

Höfuðstöðvar Exista verða í Ármúla 3, Reykjavík. Félagið hefur einnig opnað skrifstofu í Lundúnum sem
mun sjá um greiningar og mat á fjárfestingakostum í Bretlandi og Evrópu.

Eftir kaup Exista á VÍS eignarhaldsfélagi verða stærstu hluthafar eftirfarandi:
Bakkabræður BV *47,4%
Kaupþing banki ** 20,9%
SPRON 6,3%
Hesteyri 5,7%
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar 5,7%
Sparisjóðabankinn 4,6%
Sparisjóður Keflavíkur 3,1%
Fjórir aðrir sparisjóðir samtals 3,0%
Eignarhaldsfélagið Andvaka 1,6%

*. Bakkabræður BV er félag í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona stofnenda Bakkavör Group.
** Tilkynnt hefur verið að stjórn Kaupþings banka muni leggja það til við hluthafafund að greiða um helming hlutafjár síns í Exista sem arð í kjölfar skráningar Exista, auk þess sem bankinn muni selja hluta af eignarhluta sínum til fagfjárfesta. Komið hefur fram að langtíma markmið stjórnenda Kaupþings banka er að hlutur bankans í Exista verði óverulegur.