FL Group seldi eignir á fyrsta ársfjórðungi fyrir meira en 70 milljarða króna. Heildareignir félagsins hafa lækkað minna, eða um 20,9 milljarða, frá 422 milljörðum króna í byrjun árs 2008, að því er fram kemur í uppgjörsgögnum.

Þetta skýrist fyrst og fremst af: i) eignum sem stóðu utan efnahagsreiknings; ii) gengishreyfingum; og iii) Eikarhald ehf. er nú hluti af reikningum félagsins og frá og með 31. mars 2008, skráð sem eign í sölumeðferð.

Lausafjárstaða félagsins uppá 18,9 milljarða króna undirstrikar, að því er segir í uppgjörsgögnum, getu félagsins til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu þrátt fyrir óhagstæðar markaðsaðstæður.