Heildareignir innlánsstofnana námu 2.861 milljarði króna í lok september og lækkuðu um 59,8 milljarða frá fyrri mánuði.

Innlendar eignir lækkuðu um 76,8 milljarða króna en erlendar eignir hækkuðu um 17 milljarða króna.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að heildarskuldir innlánsstofnana námu 2.510 milljörðum króna í lok september. og lækkuðu um 35,8 milljarða á milli mánaða. Innlendar skuldir hækkuðu um 33,4 milljarða króna en erlendar skuldir lækkuðu um 69,2 milljarða.

Eigið fé innlánsstofnana nam í lok september 351 milljarði króna og lækkaði um 24 milljarða frá frá fyrra mánuði.