Heildareignir Kaupþings námu um 860 milljörðum íslenskra króna um mitt þetta ár og drógust saman um 1,6 prósent eða fjórtán milljarða frá ársbyrjun, samkvæmt skýrslu slitastjórnarinnar . Lausafé bankans var um 373 milljarðar í lok júní og jókst það um 40 milljarða.

Rekstarkostnaður slitastjórnar Kaupþings nam 3,2 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af námu laun 626 milljónum íslenskra króna. Ráðgjafar slitastjórnarinnar fengu rúmlega 1,7 milljarð íslenskra króna. Íslenskir ráðgjafar fengu 174 milljónir og erlendir 1.5 milljarð íslenskra króna.

Rekstarkostnaðurinn var um 0,3 prósent af heildaeignum slitastjórnarinnar og fram kemur í skýrslu slitastjórnarinnar að fyrsti helmingur þessa árs hafi einkennst af erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Þá kemur fram í skýrslunni að slitastjórnin hafi gert samkomulag við Arion banka árið 2011 að um tíu milljarðar í sjö mismunandi gjaldmiðlum skyldu liggja inni á reikningum bankans í tólf mánuði.