Heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða voru 701,5 milljarðar króna í apríllok og höfðu aukist um tæpa 17 milljarða króna í mánuðinum.

Sjóður og bankainnistæður hækkuðu í mánuðinum um 21.7% og er 12 mánaða hækkun því orðin 238,2% að því er fram kemur í upplýsingum frá Seðlabanka. Erlend verðbréfaeign lækkaði í apríl um 1,7% en innlend verðbréfaeign jókst um 3,2%.

Útgefin hlutdeildarskírteini voru 682,9 milljarða króna í lok apríl sem er 2,8% hækkun milli mánaða.

Fjárfestingasjóðir með rýmri heimildir

Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir eru reknir af bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Sjóðirnir geyma samansafn hlutabréfa, skuldabréfa og annarra verðbréfa og er hlutdeild bréfanna mismunandi fyrir hvern sjóð.

Munurinn á milli verðbréfa- og fjárfestingarsjóða liggur helst í fjárfestingarheimildum þeirra og hafa fjárfestingasjóðirnir rýmri heimildir í því sambandi.