Straumur Fjárfestingabanki hf. birti afkomu á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 í morgun. Hagnaður eftir skatta á öðrum ársfjórðungi árið 2007 er 94,19 milljónir evra, en var 3,51 milljón evra á öðrum ársfjórðungi árið 2006. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2007 var 163,35 milljónir evra, en var 221,01 milljón evra á fyrri helmingi ársins 2006. Tölur frá eQ fyrir einn mánuð birtast í reikningi en yfirtaka finnska bankans var kynnt í lok maí síðastliðins.

Hreinar rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 148,20 milljónum evra, en voru 13,72 milljónir evra á sama tímabili árið 2006. Á fyrri helmingi ársins 2007 fóru hreinar rekstrartekjur í 240,71 milljónir evra sem er 20% lækkun frá fyrra ári. Arðsemi eigin fjár jafngildir 23,80% arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli.

Hreinar þóknunartekjur námu 42,88 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 12,57 milljónir evra á sama fjórðungi árið 2006. Hreinar þóknunartekjur námu 73,16 milljónum evra á fyrri helmingi ársins 2007, samanborið við 39,55 milljónir evra á sama tímabili 2006, sem er um 84% hækkun frá fyrra ári.

Hreinar vaxtatekjur bankans voru 19,53 milljónir evra á fyrri helmingi ársins 2007, en voru 21,41 milljón evra á sama tímabili 2006.

Heildareignir bankans námu 6.828,66 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs 2007, en voru 4.357,76 milljónir evra í lok árs 2006 og hafa því vaxið um 57% frá áramótum.

Lánasafnið óx úr 1.322,54 milljónum evra í lok árs 2006 í 2.113,36 milljónir evra í lok annars ársfjórðungs, sem er 60% hækkun.

William Fall forstjóri:
?Það er okkur gleðiefni að greina hagsmunaaðilum bankans og markaðinum frá því að við nálgumst óðfluga það markmið að verða leiðandi norrænn fjárfestingabanki. Áhersla á að styrkja starfsgrunninn og auka framboð þeirrar þjónustu sem við bjóðum endurspeglar það markmið Straums að tryggja stöðugar tekjur. Með kaupunum á eQ og Wood & Company hefur bankanum tekist að ná markmiðum sínum mun fyrr en áætlað var; að þrefalda fjölda viðskiptavina, að 20% tekna komi frá nýjum vörum og þjónustu og að arðsemi eigin fjár verði 15% auk grunnvaxta. Stefnt var að því að ná þessum markmiðum árið 2009 en það hefur tekist nú þegar. Straumur býður heildstæða og samþætta fjárfestingarbankaþjónustu, að meðtöldum markaðsviðskiptum, fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun og eignastýringu. Starfsmenn bankans eru nú 442 talsins í átta löndum, sem er fimmföldun frá því fyrir ári.?