Heildareignir tryggingarfélaganna námu 154,9 milljörðum króna í lok júlí og lækkuðu um 2,5 milljarða milli mánaða.

Frá júlí 2007 hafa heildareignir lækkað um 27,7 milljarða króna (-15%).

Eigin vátryggingaskuld jókst milli mánaða um 3,4 milljarða króna og nam 72,3 milljörðum króna í lok júlí.

Eigið fé tryggingarfélaga stóð í 52,6 milljörðum króna í lok júlí og hefur dregist saman um 4,9 milljarða milli mánaða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans sem birtar voru í dag.