Heildareignir tryggingarfélaganna námu 136,1 milljarði króna í lok október og lækkuðu um 0,3 milljarða milli mánaða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en útlán og markaðsverðbréf námu 73,3 milljörðum króna og hækkuðu um 2,3 milljarða í október.

Seðlabankinn segir þá hækkun skýrast að mestu af verðtryggðum markaðsskuldabréfum, sem hækkuðu um tæpan 1 milljarð og hlutdeildarskírteinum, sem hækkuðu um 1,4 milljarða en þar af hækkuðu erlend hlutdeildarskírteini um 1,2 milljarða króna.

Aðrar eignir námu 38,4 milljörðum króna í lok október og lækkuðu um 0,6 milljarða í mánuðinum.