Heildareignir tryggingarfélaganna námu 135 milljörðum króna í lok júlí og lækkuðu um 1,9 milljarða á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að útlán og markaðsverðbréf námu 82,8 milljörðum króna og hækkuðu um 1,7 milljarða sem að sögn Seðlabankans skýrist að mestu af 1,6 milljarða króna hækkun á verðtryggðum markaðsskuldabréfum, 1 milljarða hækkun á hlutdeildarskírteinum og 1,2 milljarða króna lækkun á öðrum útlánum.

Handbært fé lækkaði um 2,6 milljarða króna og nam 11 milljörðum króna í lok júlí. Skuldir tryggingarfélaganna námu 81,4 milljörðum og lækkuðu um 889 milljónir á milli mánaða. Eigið fé lækkaði um rúmlega 1 milljarð króna og nam 53,6 milljörðum í lok júlí.