Heildareignir tryggingarfélaganna námu 152,4 milljörðum króna í lok febrúar og minnkuðu um 2,75 milljarða milli mánaða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en þar er greint frá því að sú lækkun sem um ræðir skýrist af markaðsskuldabréfum og víxlum sem hafa minnkað um 5,6 milljarða króna sem og hafa kröfur á lánastofnanir minnkað um 1,26 milljarða í mánuðinum.

Skuldir jukust um 1,2 milljarða króna milli mánaða og námu 101,6 milljörðum í lok febrúar.