Heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða voru 696,8 milljarðar króna í lok ágúst og höfðu dregist saman um 21,5 milljarða í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar segir að stærsta hluta lækkunarinnar er hægt að rekja til samdráttar á fjárfestingum í innlánum sem lækkuðu um 32,4 milljarða króna.

Útgefin hlutdeildarskírteini voru 681,6 milljarðar króna í lok ágúst og drógust saman um 22,3 milljarða milli mánaða.