Heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða voru 698 milljarðar í lok maí og höfðu dregist saman um tæpa 7 milljarða króna í mánuðinum.

Þá lækkuðu sjóðir og bankainnistæður í mánuðinum um 4,4 milljarðar króna eða 11,6%.

Erlend verðbréfaeign lækkaði í maí um 0,7% en innlend verðbréfaeign lækkaði sömuleiðis um 0,9%.

Útgefin hlutdeildarskírteini voru 683,4 milljarðar króna í lok maí sem er 0,4% lækkun milli mánaða.

Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.