Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill ráðast í heildarendurskoðun á skattlagningu á eldsneyti og ökutækjum, en málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær.

Málið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið, en vinnan við endurskoðunina hefst formlega núna.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Teiti Birni Einarssyni, aðstoðarmanni Bjarna, að verið sé að horfa til þriggja þátta við undirbúning að breytingunum.

Þeir séu umhverfissjónarmið, tekjuöflun ríkissjóðs og fjármögnun á uppbyggingu í samgöngukerfinu.