Heildareignir innlendra efnahagsgeira voru 24.553 milljarðar og námu 1,1% af landsframleiðslu í árslok 2015 en á sama tíma töldu fjárskuldbindingar 25.839 milljarða eða 1,2% af landsframleiðslu. Heildarfjáreignir lækkuðu um 2% milli ára og skuldbindingar um 14% milli áranna 2014 og 2015.

Lækkun skuldbindinganna má að hluta útskýra að hluta vegna mikilla afskrifta í tengslum við samkomulag um uppgjöf föllnu bankanna í lok 2015. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands .

Fjárfestingar og skuldbindingar annarra fyrirtækja lækka

Fjáreignir og skuldbindingar fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja lækkuðu um 7% og 4% á árunum 2014 og 2015. Það var vegna heildarlækkunar eigna og skulda yfir geirann segir í frétt Hagstofunnar.

Eignir fjármálafyrirtækja minnkuðu um 3% og skuldbindingar þeirra um rúmlega 21% milli áranna.

Skuldir hins opinbera 101% af vergri landsframleiðslu

Eignir hins opinbera stóð í 1,171 milljörðum, sem er 53% vergri landsframleiðslu og skuldir í 2,240 milljörðum, sem er 101% af vergri landsframleiðslu, í lok árs 2015.

Fjáreignir heimilanna stóðu í 5,153 milljörðum og skuldir í 1,888 milljörðum í lok árs 2015. Heildareignir heimilanna jukust um tæplega 12% á meðan skuldir lækkuðu um rúmlega 2% milli áranna 2014 og 2015.

„Erlendar fjármálaeignir stóðu í 5,269 milljörðum (238% af vergri þjóðarframleiðslu) og skuldbindingar í 3,974 milljörðum (180% af vergri þjóðarframleiðslu). Miðað við árið 2014 má sjá að þessar tölur hafa lækkað, sérstaklega eignir um 44% og skuldbindingar um tæp 10%,“ segir að lokum í Fjármálareikningum Hagstofunnar fyrir árin 2014 og 2015.