Hagnaður Nýherja nam 111 milljónum á fyrsta helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra var hagnaður Nýherja nánast sá sami. Á seinni ársfjórðungi 2016 skilaði Nýherji hf. 72 milljónum í hagnað.

EBITDA fyrirtækisins nam 439 milljónum á fyrri hluta ársins miðað við 452 milljónir á sama tíma í fyrra.

Rekstrarkostnaður Nýherja hf á fyrri árshelming hækkar úr 1,3 milljarð og í 1,6 milljarða milli ára.

Eigið fé Nýherja nemur rúmum tveimur milljörðum.

Framlegð fyrirtækisins nam 1,8 milljarð á fyrsta helmingi ársins.

Einnig kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu að Nýherji hf. hefur ráðið AGC Partners LLC til að styðja við undirbúning á mögulegu söluferli á Tempo ehf.

Finnur Oddsson, forstjóri segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að afkoma Nýherja hafi batnað á öðrum ársfjórðungi 2016, miðað við þann fyrsta sem reyndist fyrirtækinu nokkuð ögrandi. Taldi hann rekstur Nýherja samstæðunnar almennt ágætan.