Heild­ar­hluta­fé 365 miðla hefur verið aukið úr 2,1 í 2,6 millj­arða, eða um hálf­an millj­arð. Aukn­ing­in er öll í A-hlut­um. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Áður var B-hluta­fé lækkað um 187 millj­ón­ir og við það fór heild­ar­hluta­féð niður í 2,1 millj­arð. Í samtali við Morgunblaðið segir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, for­stjóri 365 miðla, hluta­fjáraukn­ingu í fé­lag­inu gera það kleift að létta á skuld­um og styrkja rekst­ur.

Sæv­ar Freyr staðfest­i að Sig­urður Bolla­son fjár­fest­ir væri nýr hlut­hafi í 365 miðlum í gegn­um fé­lagið Grandier S.A. í Lúx­em­borg. Hann eigi A-hluti fyr­ir 200 millj­ón­ir, eða 8,74% A-hluta í fé­lag­inu.

Stjórn 365 miðla ákvað í desember að lækka B-flokk hlutafjár. Félag í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, á alla B-hluti félagsins. Lækkunin nam 230 milljónum króna. Þar af voru 187,2 milljónir lækkun á nafnverði  B-flokks hlutafjár úr 445,1 milljón í 257,9 milljónir og heildarhlutafé fór úr 2,3 milljörðum í 2,1 milljarð. Kom lækkunin fram sem greiðsla til félags í eigu Ingibjargar.