Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 365 þúsund krónur að meðaltali árið 2011. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 200–250 þúsund krónur og var tæplega fjórðungur launamanna með laun á því bili.

Þetta kemur fram í hagtölum Hagstofunnar.

Þar kemur fram að rúmlega 60% launamanna hafi verið með regluleg laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun karla voru 393 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en regluleg laun kvenna 321 þúsund krónur. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 469 þúsund krónur á mánuði

Heildarlaun þeirra launamanna sem teljast fullvinnandi voru að meðaltali 469 þúsund krónur á mánuði. Helmingur launamanna var með heildarlaun undir 418 þúsund krónum árið 2011 sem var miðgildi heildarlauna. Þá voru tæplega 30% launamanna með heildarlaun á bilinu 300-400 þúsund krónur.

Niðurstöður Hagstofunnar byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands og ná til tæplega 30 þúsund launamanna á almennum vinnumarkaði í atvinnugreinunum iðnaði, byggingarstarfsemi, verslun, samgöngum og fjármálaþjónustu.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.