*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 26. september 2019 08:31

Heildarlaun hins opinbera hærri á Íslandi

Heildarlaun opinberra starfsmanna voru hærri á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á síðasta ári.

Ritstjórn
Stjórnarráð Íslands þar sem skrifstofa forsætisráðherra er til húsa.
Höskuldur Marselíusarson

Heildarlaun opinberra starfsmanna á Íslandi voru að meðaltali mun hærri en annars staðar á Norðurlöndum árið 2018, að því er kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Heildarlaunin voru um 20% hærri á Íslandi en í Danmörku og Noregi og tæplega 70% hærri en í Svíþjóð.

Samkvæmt fréttinni skýra yfirvinnugreiðslur stóran hluta munarins Yfirvinnugreiðslur hafi numið 0,3% af heildarlaunum opinberra starfsmanna í Danmörku, 1,5% í Noregi, um 4% í Svíþjóð. Hér á landi voru yfirvinnugreiðslur hins vegar 11% af heildarlaunum opinberra starfsmanna á síðasta ári.

Grunnlaun og regluleg laun voru hins vegar svipuð á Íslandi og í Danmörku og Noregi en um 40% hærri en í Svíþjóð.

„Hagstofur Norðurlandanna birta ítarlegar launaupplýsingar á vefsíðum sínum. Í meðfylgjandi samanburði eru meðalmánaðarlaun opinberra starfsmanna á Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð borin saman á árinu 2018. Launin á Norðurlöndunum eru umreiknuð yfir í íslenskar krónur á meðgengi krónunnar gagnvart gjaldmiðlum Norðurlanda árið 2018,“ segir í frétt Samtaka atvinnulífsins. 

Meðalheildarlaun háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera voru um 15% hærri á Íslandi en í Danmörku og Noregi og rúmlega 50% hærri en í Svíþjóð. Regluleg laun háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera á Íslandi voru hins vegar 4-5% lægri en í Danmörku og Noregi en 30% hærri en í Svíþjóð.

„Meðallaun á almennum vinnumarkaði eru yfirleitt nokkuð hærri en hjá hinu opinbera á Norðurlöndum. Munurinn er þó ekki mikill í heild. Á Íslandi voru meðaltals heildarlaun 3% hærri á almennum vinnumarkaði en hjá hinu opinbera, en 5% hærri í Noregi og 9-10% hærri í Svíþjóð og Danmörku.

Meiri munur getur verið á meðallaunum milli þessara tveggja vinnumarkaða þegar litið er til einstakra starfsstétta. Þannig voru heildarlaun háskólamenntaðra sérfræðinga á almennum vinnumarkaði á Íslandi að meðaltali 28% hærri en sérfræðinga hjá hinu opinbera, svipað og í Danmörku þar sem munurinn var 26%, en hann var heldur minni í Noregi og Svíþjóð, þ.e. 23% og 19%.“

Settur er fyrirvari í fréttinni um að launahugtök séu mismunandi eftir löndunum en séu þó að mestu sambærileg. „Grunnlaun eru birt af hagstofum allra landanna. Unnt er að reikna út