Heildarlaunakostnaður á greidda vinnustund jókst um 13% í samgöngum og flutningum, 10,8% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 7,3% í iðnaði sé síðasti ársfjórðungur 2009 borinn samann við sama tíma árið áður. Þetta kemur fram í reiknaðir vísitölu launakostnaðar sem Hagstofa Íslands gefur út.

Árshækkun heildarlaunakostnaðar á greidda stund frá 4. ársfjórðungi 2008 var á bilinu 5,6% til 7,7%.

Ef litið er til heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna frá fyrri ársfjórðungi var aukningin 5,7% í samgöngum og flutningum, 5,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 4% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 1,8% í iðnaði. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru greiðslur útilokaðar sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili eins og desemberuppbót.

Vísitala launakostnaðar er kostnaðarvísitala sem sýnir breytingar á launakostnaði á greidda stund og er ekki leiðrétt fyrir breytingum í samsetningu vinnuafls og vinnustunda.