Heildarsala skuldabréfa í desember á síðasta ári nam 29,1 milljarði króna, samanborið við 57,2 milljarða króna í desember 2007. Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabanka Íslands.

Salan skiptist þannig að um 3,9 milljarðar króna voru í formi verðtryggðra skuldabréfa og 25,2 milljarðar í formi óverðtryggðra skuldabréfa.

Uppsöfnuð sala skuldabréfa á öllu árinu 2008 nam um 277,6 milljörðum en árið 2007 nam hún 397,9 milljörðum.