Heildarsala skuldabréfa í janúar nam um 27,6 milljörðum króna samanborið við 12,2 milljarða í sama mánuði í fyrra.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en salan skiptist þannig að um 7 milljarðar króna var í formi verðtryggðra skuldabréfa og um 20,6 milljarðar var í formi óverðtryggðra skuldabréfa.