Heildarsala skuldabréfa í júní 2009 nam tæpum 63 milljörðum króna samanborið við 39,3 milljarða í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en þar með hefur heildarsala skuldabréfa aukist um 63% milli ára.

Sala í formi verðtryggðra skuldabréfa nam 15 milljörðum króna og 47,9 milljarðar voru í formi óverðtryggðra skuldabréfa.