Heildarsala skuldabréfa í maí 2009 nam tæpum 39,3 milljörðum króna samanborið við 37 milljarða í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en þá nemur heildarsala skuldabréfa það sem af er þessu ári tæpum 122 milljörðum króna.

Sala í formi verðtryggðra skuldabréfa í maí nam 9,3 milljörðum króna og 30 milljarðar voru í formi óverðtryggðra skuldabréfa. Það sem af nemur ári nemur sala verðtryggðra skuldabréfa um 29,7 milljörðum króna en sala óverðtryggðra skuldabréfa nemur rúmum 92,2 milljörðum króna.

Stærstur hluti skuldabréfa í maí voru Ríkisbréf (óverðtryggð) eða um 26,6 milljarðar króna. Þá voru seld bréf atvinnufyrirtækja og félaga fyrir tæplega 3,4 milljarða króna.

Sem fyrr segir nemur sala óverðtryggðra skuldabréfa um 92,2 milljörðum króna það sem af er ári en þar af eru Ríkisbréf fyrir tæpa 82,9 milljarða króna.

Loks voru seld verðtryggð íbúðabréf fyrir um 4,3 milljarða kóna í maí en heildarsala þeirra það sem af nemur árinu er þá tæpir 11,3 milljarðar króna.