Heildarsala skuldabréfa í mars 2009 nam tæpum 22 milljörðum króna samanborið við 33,1 milljarð í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en sala í formi verðtryggðra skuldabréfa nam 7,5 milljörðum króna og 14,5 milljörðum króna voru í formi óverðtryggðra skuldabréfa.