Heildartekjur Flugstöðvar Leifs Eiríksson hf. (FLE) fyrir árið 2006 voru 6.783 milljónir króna sem er 570 milljónir króna meira en árið 2005 eða 9% aukning. Þetta kom fram á aðalfundi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem haldinn var í gær. Þar var kjörin ný stjórn og nýr formaður stjórnar.

Veltufé frá rekstri var rúmlega 2,3 milljarðar og jókst um tæpar 300 milljónir milli ára. Starfsemi FLE skilaði 22 milljónum króna rekstrarhagnaði eftir skatta árið 2006. Á árinu 2006 var fjárfest fyrir rúma 4 milljarða króna í stækkun og breytingar sem hófust á árinu 2005. Rekstur Íslensks markaðar var formlega lagður af 1. apríl 2006. Vörur sem þar hafa verið seldar frá upphafi fyrirtækisins fyrir 36 árum er nú að finna í verslunum Bláa Lónsins, Inspired by Iceland, Eymundssonar og Rammagerðarinnar Icelandic Gifst Store í flugstöðinni.

Breytingar voru gerðar á stjórn félagsins á aðlafundinum í gær. Linda B. Bentsdóttir framkvæmdastjóri er formaður nýrrar stjórnar FLE sem kjörin var á aðalfundi félagsins í gær. Fráfarandi formaður, Gísli Guðmundsson sem og Haraldur Johannessen stjórnarmaður gáfu ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa setið í stjórn félagsins frá upphafi. Linda hefur ekki setið áður í stjórn FLE. Magnea Guðmundsdóttir var áður í varastjórn en tekur nú sæti í aðalstjórn. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir: Ellert Eiríksson, varaformaður, Jakob Hrafnsson og Eysteinn Jónsson. Nýir varastjórnarmenn eru Björk Guðjónsdóttir og Petrína Baldursdóttir.